Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 29. apríl 2021 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn að hjá einu stærsta félagi heims 33 ára
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann var í vikunni ráðinn til starfa hjá þýska stórveldinu Bayern München en hann er aðeins 33 ára gamall.

Nagelsmann, sem er aðeins 33 ára og hefur verið orðaður við Tottenham, gerir fimm ára samning við Bayern.

Nagelsmann er að klára sitt annað tímabil hjá Leipzig en liðið mun líklega enda í öðru sæti á eftir Bayern. Á síðasta tímabili stýrði hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar og í þriðja sæti þýsku deildarinnar.

Hann varð í fyrra yngsti þjálfari sögunnar til að vinna útsláttareinvígi í Meistaradeildinni en þá birtist hér grein um leið Nagelsmann á toppinn.

Ferill Nagelsmann er áhugaverður. Raphael Honingstein skrifaði grein um þennan efnilega þjálfara og var stiklað á stóru hér á síðunni.

Hægt er að lesa greinina með því að smella hérna.

Alexander Rosen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hoffenheim, gaf Nagelsmann stórt tækifæri. Hann réði hann sem aðalþjálfara Hoffenheim á miðju tímabili 2016. Hann var þá 28 ára og yngsti þjálfari í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Rosen lýsti Nagelsmann sem einstaklingi sem sé með „þráhyggju fyrir smáatriðum" og skarti „ótrúlegri þekkingu á leiknum." Hann sagði jafnframt:

„ulian sagði einu sinni að hann vill þjálfa eitt af stærstu félögum Evrópu og vinna stóra titla. Ég efast ekki um í eitt andartak að hann muni afreka það."

Núna er tækifærið, þegar hann er kominn til Bayern og það verður spennandi að fylgjast með því.

Hægt er að lesa greinina með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner