Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. apríl 2021 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Arons Einars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Al Arabi í 8-liða úrslitum QFA bikarsins í Katar.

Markið var hreint út sagt magnað þar sem Aron Einar tók aukaspyrnu langt úti á kanti, alveg við hliðarlínuna.

Aron Einar er góður í innköstum á svipuðum slóðum en í dag skoraði hann beint úr aukaspyrnu þaðan.

Al Arabi er því komið í undanúrslit bikarsins.

Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner