Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. ágúst 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg svarar Klopp: Ágætis þvæla hjá honum
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kvartaði yfir leikstíl Burnley eftir leik liðanna á dögunum.

Liverpool vann leikinn 2-0, en eftir leikinn sagði Klopp: „Þetta var erfiður leikur og þú sást þessi einvígi hjá Barnes og Wood með Matip og Van Dijk. Ég er ekki viss um að við séum á réttri leið með þessar ákvarðanir og það er eins og við séum að fara tíu eða fimmtán ár aftur í tímann."

„Við verðum að vernda leikmennina. Ef þér finnst gaman að horfa á svona tæklingar horfðu þá frekar á glímu."

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var í viðtali á Síminn Sport þar sem hann var spurður út í þessi ummæli Klopp.

„Þetta var ágætis þvæla hjá honum. Það var ekki eitt einasta gula spjald í þessum leik. Ég sé ekki hver harkan hafi verið. Ég veit ekki við hverju hann er að búast við af okkar framherjum. Þeirra hafsentar eru gríðarlega stórir, og auðvitað gera okkar framherjar allt til að halda í boltann eða vinna boltann. Ég veit ekki alveg hvað hann vill að við gerum," sagði Jóhann Berg.

„Það voru engar einhverjar svakalegar tæklingar. Kannski er hann að reyna að hafa áhrif á dómarana í næstu leikjum hjá sér. Þetta var frekar dapurt hjá honum því það var engin svakalega harka í þessum leik."


Athugasemdir
banner
banner