Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. ágúst 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Víkingur á toppnum í rúma tvo tíma allavega
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kiddi Jóns skoraði tvö gegn Leikni.
Kiddi Jóns skoraði tvö gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík er núna á toppnum í Pepsi Max-deild karla eftir frábæran útisigur gegn FH í Kaplakrika.

„Geggjað mark hjá Víkingum. Pablo frábæra sendingu inn í teiginn, Nikolaj teygði sig vel með stóru tánna og setti boltann viðstöðulaust í markið. Vel gert!" skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu þegar Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir eftir 18 mínútna leik.

FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var 1-0 fyrir gestunum í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik kom annað mark Víkinga er Erlingur Agnarsson skoraði eftir flotta sendingu frá Kristal Mána.

Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með hjólhestaspyrnu á 87. mínútu. Stórglæsilegt mark! FH fékk svo sannarlega tækifæri til að jafna. Halldór Smári bjargaði á línu eftir tilraun Björns Daníels og svo klúðraði Jónatan Ingi Jónsson dauðafæri. „Jónatan í dauðafæri eftir sendingu frá Morten Beck en Jónatan setur boltann yfir markið," skrifaði Hafliði.

Lokatölur 2-1 fyrir Víkinga sem eru núna á toppnum með einu stigi meira en Breiðablik. Það er spurning hversu lengi Víkingar verða á toppnum. Breiðablik getur endurheimt toppsætið með sigri eða jafntefli í leik gegn Fylki í kvöld.

Kiddi Jóns sá um Leikni
Í Vesturbænum kom KR til baka gegn Leikni, í leik sem var einnig að klárast.

Daníel Finns Matthíasson kom Leiknismönnum yfir en vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson skoraði tvisvar og sá til þess að KR vann endurkomusigur. Leiknismenn voru óheppnir að jafna ekki metin undir lokin.

Lokatölur 2-1 fyrir KR sem endurheimtir fjórða sæti deildarinnar og er Vesturbæjarstórveldið fjórum stigum frá toppliði Víkinga. Leiknir er í áttunda sæti með 22 stig.

FH 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('18 )
0-2 Erlingur Agnarsson ('53 )
1-2 Björn Daníel Sverrisson ('87 )
Lestu um leikinn

KR 2 - 1 Leiknir R.
0-1 Daníel Finns Matthíasson ('66 )
1-1 Kristinn Jónsson ('71 )
2-1 Kristinn Jónsson ('87 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner