Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 12:31
Elvar Geir Magnússon
Átti FH að fá víti gegn KR? - Heppnir að fá ekki rautt á sjöundu mínútu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhann Ægir Arnarsson.
Jóhann Ægir Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan á Meistaravöllum í gær þegar KR og FH mættust. KR-ingar eru í baráttu um að fara í efri deildina í tvískiptingunni og FH-ingar berjast fyrir lífi sínu.

Vuk Oskar Dimitrijevic kom inn af bekknum hjá FH á 78. mínútu leiksins og spurning hvort hann hefði átt að fá vítaspyrnu seint í leiknum?

Helgi Mikael Jónasson flautaði leikinn og dæmdi ekkert.

„Dómarar eiga einhverrahluta vegna með auðvelt með að flauta á Vuk en það er þrautinni þyngra fyrir þá að dæma þegar brotið er á honum. Hvað veldur er spurning," skrifar FH-ingurinn Freyr Árnason á Twitter.

FH-ingar geta reyndar þakkað fyrir að Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður liðsins, fékk ekki rautt spjald strax á sjöundu mínútu leiksins en hann braut þá á Kennie Chopart sem var að komast ásamt Atla Sigurjónssyni í gegn.

Helgi Mikael gaf þá gult spjald.

„Ja hérna hér! Jóhann Ægir með rosalegt brot á miðjunni þar sem að Kennie var að komast nánast einn inn fyrir. Appelsínugult spjald," skrifaði Arnar Laufdal sem textalýsti leiknum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 FH


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner