Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Dortmund vonast til að geta haldið í Bellingham
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Sebastien Kehl, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund í Þýskalandi, segist vonast til þess að enski miðjumaðurinn verði áfram hjá félaginu.

Enski landsliðsmaðurinn hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu tvö ár eða síðan hann kom frá enska B-deildarliðinu Birmingham City.

Hann er aðeins 19 ára gamall og er þegar kominn með fast sæti í enska landsliðshópnum og þykir með bestu miðjumönnum þýsku deildarinnar.

Bellingham hefur síðustu mánuði verið sterklega orðaður við Liverpool en það er orðrómur um að enska félagið hafi gert munnlegt samkomulag við Dortmund um að fá hann í janúarglugganum.

Kehl segist þó vonast til þess að halda honum áfram á næsta tímabili og jafnvel lengur.

„Ég vona það að Jude Bellingham verður hjá Dortmund lengur en til 2023. Ég get séð það að honum líður ótrúlega vel með hjá okkur," sagði Kehl við Sky90.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner