Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. september 2021 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Leifsson að banka á landsliðsdyrnar?
Icelandair
Ari í leik með U21 árs landsliðinu síðasta vetur.
Ari í leik með U21 árs landsliðinu síðasta vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía varði mark Örebro í dag.
Cecilía varði mark Örebro í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni erlendis í dag, bæði í Svíþjóð og í Noregi.

Noregur
Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Álasund sem kom til baka úr 2-0 gegn Jerv á útivelli og náði jafntefli. Davíð er fastamaður í liði Álasunds sem er 2. sæti OBOS-deildarinnar, næst efstu deildar í Noregi.

Emil Pálsson var ekki í leikmannahópi Sogndal sem tapaði gegn Asane.

Í Eliteserien, efstu deild, átti Ari Leifsson virkilega góðan leik fyrir Strömsgodset í markalausu jafntefli gegn Stabæk. Ari spilaði í hjarta varnarinnar hjá Strömsgodset og fékk góða dóma fyrir sína frammistöðu. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á í seinni hálfleik og lék síðustu 20 mínúturnar í liði Strömsgodset sem er í sjöunda sæti Eliteserien.

Ari hefur verið í byrjunarliði Strömsgodset í tíu af síðustu ellefu deildarleikjum norska liðsins sem er að eiga fínasta tímabil. Ari gæti með frammistöðu sinni verið að gera tilkall til sætis í A-landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun.

Svíþjóð
Það voru mörg Íslendingalið sem tóku þátt í undankeppni sænsku bikarkeppninnar í kvennaflokki. Erfitt var að finna upplýsingar um hverjar af íslensku stelpunum spiluðu en Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru í byrjunarliði Örebro í 0-7 sigri gegn Västerås.

Krististianstads (Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir), Piteå (Hlín Eiríksdóttir), Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) og Hammarby (Berglind Björg Þorvaldsdóttir) eru komin áfram í bikarnum en AIK (Hallbera Guðný Gísladóttir) er úr leik. Leik Borgeby og Rosengård var frestað.

Í sænsku B-deildinni gerði Helsingborg 2-2 jafntefli gegn Norrby. Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem lenti tvisvar undir í leiknum. Böddi fékk gula spjaldið á þriðju mínútu uppbótartíma. Helsingborg er í 2. sæti B-deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.

Axel Óskar að koma til baka og Lúkas Logi á bekknum
Í Lettlandi er Axel Óskar Andrésson að koma til baka eftir meiðsli og var hann á bekknum í toppbaráttuslag Riga FC gegn RFS. LEikurinn endaði með 1-1 jafntefli og er Riga í 3. sæti sem verður að teljast talsverð vonbrigði.

Axel lék seinni hálfleikinn í síðasta deildarleik og kom inn á í framlengingu í bikarnum fyrir rúmri viku.

Lúkas Logi Heimison var á varamannabekk U19 ára liðs Empoli sem lagði Domzale í fyrri leik liðanna. Sigurliðið úr einvíginu kemst í úrslitaleik um að komast í 16-liða úrslit í Evrópukeppni unglingaliða, illskiljanlegt fyrirkomulag.

Lúkas gekk í raðir Empoli í sumar frá Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner