Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 21:18
Elvar Geir Magnússon
Championship: Mitrovic með þrennu - Rooney kominn í plús
Aleksandar Mitrovic skoraði þrennu og fékk að eiga boltann.
Aleksandar Mitrovic skoraði þrennu og fékk að eiga boltann.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney fagnaði sigri.
Wayne Rooney fagnaði sigri.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic skoraði þrennu fyrir Fulham sem vann Swansea 3-1 í ensku Championship-deildinni í kvöld. Fulham er nú í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig.

Bournemouth gerði jafntefli í kvöld en liðið er á toppi deildarinnar ásamt West Bromwich Albion, bæði lið með 22 stig.

Wayne Rooney og lærisveinar í Derby eru komnir í plústölu eftir sigur gegn Reading. Stig voru dregin af liðinu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun en Derby er nú með eitt stig á botninum.

Nottingham Forest kom sér úr fallsæti með útisigri gegn Barnsley. Millwall er í 14. sæti eftir 1-0 sigur gegn Bristol City en Jón Daði Böðvarsson er áfram í frystikistunni og var ekki í leikmannahópi Millwall.

Luton er í níunda sæti eftir öflugan 5-0 sigur gegn Coventry sem er í fjórða sætinu. Ótrúleg úrslit en Coventry var án ósigurs í fjórum leikjum þegar það kom inn í leikinn.

Barnsley 1 - 3 Nott. Forest
1-0 Cauley Woodrow ('20 , víti)
1-1 Philip Zinckernagel ('61 )
1-2 Brennan Johnson ('68 )
1-3 Lewis Grabban ('82 )

Derby County 1 - 0 Reading
1-0 Craig Forsyth ('33 )

Fulham 3 - 1 Swansea
1-0 Aleksandar Mitrovic ('12 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('32 )
2-1 Jamie Paterson ('38 )
3-1 Aleksandar Mitrovic ('45 )

Luton 5 - 0 Coventry
1-0 Elijah Adebayo ('3 , víti)
2-0 Harry Cornick ('18 )
3-0 Luke Berry ('30 )
4-0 Elijah Adebayo ('45 )
5-0 Harry Cornick ('58 )

Millwall 1 - 0 Bristol City
1-0 Jed Wallace ('64 , víti)

Peterborough United 0 - 0 Bournemouth
Athugasemdir
banner
banner
banner