Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. september 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karen María í Breiðablik (Staðfest)
Karen María í leik gegn ÍBV í sumar.
Karen María í leik gegn ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Karen María Sigurgeirsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Þór/KA. Félagaskiptaglugginn er ekki opinn en Karen fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan glugga til að leysa tímabundið af leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur sem er í fæðingarorlofi.

Karen María er tvítugur miðjumaður sem uppalin er hjá KA. Hún á að baki leiki fyrir U17 og U19 ára landslið Íslands og var síðasta vetur í æfingahóp A-landsliðsins.

Í sumar skoraði Karen fimm mörk í átján leikjum fyrir Þór/KA sem endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Karen var markahæsti leikmaður liðsins.

Karen María verður til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag í Meistaradeildinni. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn.

Breiðablik er einnig að vinna í því að fá annan leikmann erlendis frá.

Sjá einnig:
Breiðablik vonast til að fá styrkingu fyrir Meistaradeildina


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner