Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 29. október 2019 09:18
Magnús Már Einarsson
Reikna með því að Haaland semji við Man Utd
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen er orðaður við Inter.
Jan Vertonghen er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag og bjóða upp á kjaftasögur fyrir janúar gluggann og sumarið.



Kínverska félagið Shanghai Shenhua er aftur á höttunum á eftir Gareth Bale (30) eftir að hafa verið nálægt því að kaupa hann frá Real Madrid í sumar. (Marca)

Bale flaug til London að hitta umboðsmann sinn í gær en óvissa er um framtíð hans hjá Real. (Mail)

Bale er meiddur í augnablikinu en Real hefur ekkert tjáð sig um meiðsli hans. Ástæðan er sú að Bale vill ekki að Real greini frá meiðslunum og hann hefur bent félaginu á að spænsk lög segi að einstaklingar eigi ekki að þurfa að láta birta læknisfræðilegar upplýsingar um sig opinberlega. (ESPN)

Manchester City er að skoða Mikel Oyarzabal (22) en hann gæti fyllt skarð Leroy Sane (23) sem er meiddur og hefur verið orðaður við Bayern Munchen. (Sky)

Roma hefur hætt við að semja við Jack Rodwell (28). (Corriere dello Sport)

Chris Smalling (29) snýr væntanlega aftur til Manchester United næsta sumar eftir lán frá Roma. Orðrómur hefur verið um að Roma vilji kaupa Smalling en þó er reiknað með að hann fari aftur til Englands. (Sky Sports)

Manchester United hefur áhuga á Boubakary Soumare (20) miðjumanni Lille og Moussa Dembele (23) framherja Lyon. (ESPN)

Tottenham hefur sagt Inter að varnarmaðurinn Jan Vertonghen (32) sé ekki til sölu í janúar. Inter vonast til að semja við Vertonghen þegar hann verður samningslaus næsta sumar. (Guardian)

Markvörðurinn Fraser Forster (31) er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga alfarið í raðir Celtic. Forster er í láni hjá Celtic frá Southampton. (The Scotsman)

Granit Xhaka mun funda með forráðamönnum Arsenal á næstu dögum eftir viðbrögð hans þegar stuðningsmenn bauluðu á hann í leiknum gegn Crystal Palace á sunnudag. (Sky Sports)

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, setti like á færslu á Instagram þar sem kallað var eftir því að Unai Emery stjóri liðsins yrði rekinn. (London Evening Standard)

Napoli ætlar ekki að reyna við Erling Braut Haaland (19) framherja Red Bull Salzburg í janúar þar sem félagið reiknar með að hann fari til Manchester United. (Talksport)

Newcastle vill að brasilíski framherjinn Joelinton (23) bjóði fjölskyldumeðlimum frá Brasilíu til Englands til að hann nái að aðlagast betur. (Telegraph)

Tottenham ætlar að gefa ungum leikmönnum eins og Troy Parrott (17) sénsinn frekar en að kaupa nýja menn í janúar. (Star)

James Milner (33) vill fá nýjan samning hjá Liverpool en hann verður samningslaus næsta sumar. (Guardian)

Þrír forráðamenn Arsenal voru svekktir í vikunni þegar þeir höfðu ferðast til að framherjann Eddie Nketiah spila með Leeds gegn WBA. Nketiah kom síðan ekkert við sögu í leiknum en hann er á láni frá Arsenal. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner