Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. október 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Gamla United loksins að snúa aftur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Pep Guardiola gaf skemmtilegt viðtal við BBC og ræddi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.


Hann býst við gríðarlega skemmtilegri baráttu og ræddi sérstaklega Manchester United og Newcastle sem hann telur geta barist um Meistaradeldarsæti. Man Utd er ósigrað í sjö leikjum síðan liðið tapaði 6-3 í grannaslagnum gegn Manchester City.

„Mér líður eins og gamla United sé loksins að snúa aftur. Ég sá gamla United þegar ég horfði á liðið spila á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik um helgina," sagði Guardiola og átti þá við 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol og 1-1 jafntefli gegn Chelsea.

„Mér lýst mjög vel á það sem ég sé vera að gerast hjá United þessa stundina en það eru mörg lið eins og United sem eru að berjast um toppsætin. Það verður erfitt að ná Meistaradeildarsæti.

„Newcastle er líka með í þessu. Ég sá leikinn gegn Tottenham og miðverðirnir fór maður á mann gegn Kane og Son án vandræða. Við áttum líka erfiðan leik við þá á upphafi tímabils. Þetta er lið sem spilar bara einn leik á viku og við vitum öll hversu góður Eddie knattspyrnustjórinn þeirra er. Þeir eru með nýja leikmenn og sýna hugrekki á vellinum. Þeir geta náð Meistaradeildarsæti."

Guardiola telur úrvalsdeildina vera erfiðustu deild í heimi og nefndi hann 3-1 sigur gegn Brighton um helgina sem dæmi.

„Ég sá leikmennina í klefanum eftir sigurinn gegn Brighton. Þeir voru búnir á því, þeir gátu ekki einu sinni tekið upp símann. Þið getið ímyndað ykkur hversu þreyttir þeir voru ef þeir höfðu ekki einu sinni orkuna til að fara á Instagram."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner