Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. desember 2019 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Stórt klúður - Vonandi betra á næsta tímabili
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Sheffield United í kvöld og ánægður með að fá þrjá daga til að jafna sig fyrir næsta leik.

„Við fengum stuttan tíma til að jafna okkur eftir síðasta leik og við mættum sterku liði," sagði Guardiola. „Þeir eru gríðarlega góðir í löngum boltum og að verjast. Það er ástæða fyrir því af hverju þeir eru þar sem þeir eru í töflunni."

„Markið var lykilatriði og seinni hálfleikurinn var betri fyrir okkur. Við sóttum betur og unnum að lokum erfiðan leik."

„Núna vil ég þakka ensku úrvalsdeildinni fyrir að gefa okkur þrjá daga í að jafna okkur fyrir næsta leik."

Sheffield United voru ósáttir með fyrra mark City í leiknum þar sem Chris Kavanagh, dómari leiksins, þvældist fyrir þeim í aðdragandanum. Markið var skoðað í VAR, en það var metið sem svo að þáttaka hans í markinu hefði ekki verið nægileg til að dæma það af.

Um VAR sagði Guardiola: „Ég er með stóran lista um VAR. Allar helgar eru stórt klúður. Vonandi verður næsta tímabil betra."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner