Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. desember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill Diego Costa - Ramos orðaður við Tottenham
Powerade
Diego Costa gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Diego Costa gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Tekur Tuchel við Chelsea?
Tekur Tuchel við Chelsea?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Félagaskiptaglugginn opnar á föstudaginn. Ensku slúðurblöðin eru á tánum og með fullt af kjaftasögum.



AC Milan vill fá Wilfried Zaha (28) frá Crystal Palace í janúar. AC Milan er í baráttu um titilinn á Ítalíu og vill styrkja hópinn. (Sun)

Arsenal vill fá Joan Jordan (26) miðjumann Sevilla en hann kostar 32 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur einnig áhuga á að fá Riqui Puig (21) miðjumann Barcelona. (The Athletic)

Lionel Messi og Luis Suarez ætla að spila saman með Inter Miami í Bandaríkjunum árið 2022. (Catalunya Radio)

AC Milan vonast til að gera nýjan samning við markvörðinn Gianluigi Donnarumma (21). (Corriere della Sera)

Arsenal gæti óvænt reynt að fá Diego Costa (32) framherja Atletico Madrid. Costa hefur óskað eftir riftun á samningi hjá Atletico. (AS)

Atletico ætlar að krefjast þess að fá 22,7 milljónir punda fyrir Costa ef hann semur við Real Madrid, Barcelona eða Sevilla. (El Mundo)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vonast eftir að fá Sergio Ramos (34) frá Real Madrid. Samningaviðræður spænska varnarmannsins ganga illa við Real. (Mail)

Inter hefur áhuga á Divock Origi (25) framherja Liverpool. (Mail)

Thomas Tuchel, sem var rekinn frá PSG á dögunum, gæti tekið við Chelsea af Frank Lampard. (Eurosport)

Spænski miðjumaðurinn Isco (28) er á förum frá Real Madrid en hann vill fara í ensku úrvalsdeildina. Arsenal og Everton hafa áhuga. (Mundo Deportivo)

Aston Villa gæti reynt að fá úrúgvæska miðjumanninn Matias Vecino (29) í janúar. (Birmingham Mail)

Newcastle ætlar að reyna að fá menn á láni í janúar. Vinstri bakvörðurinn Brandon Williams (20) gæti komið frá Manchester United. (Chronicle)

Middlesbrough hefur áhuga á Yannick Bolasie (31) kantmanni Everton. (Northern Echo)

Nýir eigendur kaupa Burnley í þessari viku og Sean Dyche, stjóri liðsins, fær þá pening til leikmannakaupa í janúar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner