Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. janúar 2020 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle fær Danny Rose (Staðfest)
Rose á 29 A-landsleiki að baki fyrir England og yfir 50 fyrir yngri landsliðin.
Rose á 29 A-landsleiki að baki fyrir England og yfir 50 fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Danny Rose mun leika á láni hjá Newcastle út tímabilið. Hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir félagsins í janúar eftir komu Nabil Bentaleb og Valentino Lazaro.

Rose er 29 ára gamall og hefur verið á mála hjá Tottenham í rúman áratug. Á þeim tíma hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir félagið.

Rose var byrjunarliðsmaður síðustu misseri undir stjórn Mauricio Pochettino en hefur lítið fengið að spila síðan Jose Mourinho tók við.

Rose á að fylla í skarðið sem Paul Dummett og Jetro Willems skilja eftir í vörn Newcastle. Þeir urðu báðir fyrir slæmum meiðslum og verða frá út tímabilið.

Newcastle hefur verið að gera fína hluti undir stjórn Steve Bruce og situr í 14. sæti úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsvæðinu og aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.

Samningur Rose við Tottenham rennur út á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner