Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. apríl 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Atlético og Villarreal töpuðu
Inaki Williams skoraði úr víti gegn Atlético
Inaki Williams skoraði úr víti gegn Atlético
Mynd: EPA
Atlético Madríd þarf að undirbúa sig undir erfiða baráttu um Meistaradeildarsæti eftir að hafa tapað 2-0 fyrir Athletic Bilbao í spænsku deildinni í dag.

Spænski varnarmaðurinn Mario Hermosos skoraði sjálfsmark strax á 8. mínútu leiksins.

Antoine Griezmann komst næst því að jafna metin fyrir Atlético í byrjun síðari hálfleiks en aukaspyrna hans hafnaði í slá. Nokkrum mínútum síðar fékk Athletic vítaspyrnu er Hector Herrera gerðist brotlegur innan teigs.

Inaki Williams skoraði úr vítaspyrnunni. Lokatölur 2-0 fyrir Athletic sem er nú stigi á eftir Villarreal sem er í 7. sæti og síðasta sætinu sem gefur þátttökumiða í Evrópukeppni.

Villarreal tapaði fyrir Alaves á útivelli, 2-1. Victor Laguardia og Gonzalo Escalante skoruðu fyrir Alaves sem er í harðri fallbaráttu en það var Samuel Chukweze sem gerði eina mark Villarreal.

Valencia og Levante gerðu 1-1 jafntefli. Valencia er ekki að berjast um neitt sérstakt í deildinni og mun enda um miðja deild en Levante er á botninum og virðir því stigið en liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Alaves 2 - 1 Villarreal
1-0 Victor Laguardia ('4 )
2-0 Gonzalo Escalante ('31 )
2-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('47 )

Athletic 2 - 0 Atletico Madrid
0-1 Mario Hermoso ('8 , sjálfsmark)
1-1 Inaki Williams ('56 , víti)

Valencia 1 - 1 Levante
1-0 Hugo Duro ('27 )
1-1 Oscar Duarte ('81 )
Rautt spjald: Jose Gaya, Valencia ('31)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner