Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Öruggur sigur KH - Einherji kom til baka
Flottur sigur hjá KH.
Flottur sigur hjá KH.
Mynd: KH
Einherji náði í stig eftir að hafa lent 2-0 undir.
Einherji náði í stig eftir að hafa lent 2-0 undir.
Mynd: Aðsend
KH vann öruggan sigur á Hömrunum þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 2. deild kvenna í dag.

Birta Ósk Sigurjónsdóttir kom KH yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik bættu Snæfríður Eva Eiríksdóttir og Sigríður Theód. Guðmundsdóttir við mörkum fyrir Hlíðarendafélagið.

Lokatölur 3-0 fyrir KH sem er með sex stig í fjórða sætinu. Hamrarnir eru með þrjú stig í tíunda sæti.

Á Vopnafirði kom Einherji til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Hamri frá Hveragerði. Íris Sverrisdóttir kom gestunum í tveggja marka forystu en Taryn Claire Siegele minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé.

Svo jafnaði Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir metin þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 2-2 og Einherji er komið með sitt fyrsta stig í sumar. Hamar er með fjögur stig í fimmta sæti.

Einherji 2 - 2 Hamar
0-1 Íris Sverrisdóttir ('34, víti)
0-2 Íris Sverrisdóttir ('43)
1-2 Taryn Claire Siegele ('45)
2-2 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir ('84)

KH 3 - 0 Hamrarnir
1-0 Birta Ósk Sigurjónsdóttir
2-0 Snæfríður Eva Eiríksdóttir
3-0 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner