Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júní 2018 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Santos vonar að Ronaldo haldi áfram
Ronaldo og Suarez tókust í hendur að leikslokum.
Ronaldo og Suarez tókust í hendur að leikslokum.
Mynd: Getty Images
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgala, var skiljanlega svekktur eftir 2-1 tap gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins.

Santos sagðist ekki vilja ræða um dómarann að leikslokum og vonar hann að Cristiano Ronaldo leggi landsliðsskóna ekki á hilluna alveg strax.

„Þetta er sorgardagur fyrir Portúgal og portúgölsku þjóðina. Við fundum fyrir nærveru stuðningsmanna og verðum ævinlega þakklátir," sagði Santos að leikslokum.

„Við erum ekki hér til að tala um dómarann. Við gerðum okkar besta, við hefðum getað skorað meira en gerðum það ekki. Við töpuðum fyrir mjög sterku liði."

Ronaldo er 33 ára og telur Santos hann eiga nóg eftir í tankinum þrátt fyrir aldurinn.

„Cristiano á ennþá mikið inni. Við eigum mótsleiki næst í september og við vonum að Cristiano verði með okkur þar."
Athugasemdir
banner
banner