Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann verður áfram hjá Atlético
Antoine Griezmann verður áfram í Madríd
Antoine Griezmann verður áfram í Madríd
Mynd: EPA
Antoine Griezmann verður áfram hjá Atlético Madríd á láni frá Barcelona en Madrídarfélagið virkjaði klásúlu í samningnum. Þetta kemur fram í Marca.

Griezmann var keyptur til Barcelona frá Atlético fyrir þremur árum fyrir 120 milljónir evra en hann náði aldrei að finna sig á Nou Camp og var lánaður aftur til Atlético fyrir síðasta tímabil.

Þessi risa fjárfesting Barcelona gekk ekki upp, svipað og með Philippe Coutinho sem var keyptur fyrir 160 milljónir evra, en Atlético fær nú að halda Griezmann í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar.

Atlético virkjaði klásúlu í lánssamningnum og fær að hafa hann í ár til viðbótar. Í samningnum kemur fram að ef Griezmann spilar helminginn af öllum leikjum liðsins á næstu leiktíð þá mun Atlético kaupa hann fyrir 40 milljónir evra.

Griezmann spilaði 39 leiki í öllum keppnum með Atlético á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 8 mörk og lagði upp önnur 7.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner