Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 30. september 2021 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nuno: Þetta er búið að vera erfitt
Mynd: EPA
Tottenham vann stórsigur á Mura frá Slóveníu í Sambandsdeildinni í kvöld.

Leiknum lauk með 5-1 sigri Spurs en Dele Alli skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu strax á 4. mínútu og fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Giovani Lo Celso. Þannig var staðan í hálfleik.

Mura minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en á 60. mínútu gerði Nuno Espirito Santo stjóri Tottenham þrefalda skiptingu. Kane, Son og Lucas Moura komu inná og Kane skoraði þrennu, Moura og Son lögðu upp sitt markið hvor.

Nuno var mjög ánægður með leik liðsins í kvöld.

„Mér fannst við eiga góðan leik. Við byrjuðum mjög vel eins og við ætluðum okkur. Eini slæmi kaflinn okkar var í upphafi síðari hálfleiks, en við svöruðum vel strax eftir mark Mura. Á heildina litið mjög góð frammistaða," sagði Nuno.

Um þreföldu skiptinguna sagði hann:

„Það er mikilvægt fyrir leikmenn sem leggja hart af sér á hverjum degi að fá mínútur á vellinum af því við þurfum á öllum að halda. Orkan sem kom frá þeim sem komu inná var mikilvæg fyrir liðið. Þetta er búið að vera erfitt og dagurinn í dag var mikilvægur fyrir sjálfstraustið. Munum undirbúa okkur betur fyrir næsta leik sem lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner