Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. september 2021 07:00
Elvar Geir Magnússon
Sýndu hið sanna Juve hugarfar
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Í G-riðli Meistaradeildarinnar vann Juventus 1-0 sigur gegn ríkjandi meisturum í Chelsea í gær. Federico Chiesa skoraði eina markið þegar tíu sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik.

Chelsea var miklu meira með boltann eða 66% en Juventus varðist afskaplega vel.

„Þetta var erfiður leikur, Chelsea er gott með boltann og við neyddumst til að liggja til baka og verjast," segir Chiesa.

Juventus hefur verið í basli í deildinni heima á Ítalíu en náði sér vel á strik gegn enska stórliðinu.

„Í leiknum sýndum við hið sanna Juve hugarfar, það sem þjálfarinn vill sjá frá okkur. Við byrjuðum í ákveðnu kerfi og svo ákvað þjálfarinn að breyta aðeins til svo við getum nýtt okkur svæði. Við stóðum okkur vel í að refsa þeim."

„Þetta er frábær áskorun. Það er frábært að spila í þessari keppni. Við þurfum að njóta þess að hafa unnið þennan góða sigur en það er grannaslagur á laugardag, annar mikilvægur leikur fyrir okkur."

Juventus er í tíunda sæti ítölsku A-deildarinnar en á möguleika á því að lyfta sér hærra upp töfluna þegar liðið mætir Torino um komandi helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner