Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. október 2019 14:54
Elvar Geir Magnússon
Halldór Orri aftur í Stjörnuna (Staðfest)
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson er aftur genginn í raðir Stjörnunnar.

Halldór Orri hefur leikið með FH undanfarin ár en hann gekk í raðir Hafnarfjarðarfélagsins frá Stjörnunni eftir tímabilið 2016.

Á síðustu þremur leiktíðum hefur Halldór leikið 54 leiki með FH í deild og bikar og skorað sex mörk.

Hann náði ekki þeim hæðum hjá Fimleikafélaginu sem vonast hafði verið eftir.

Halldór er 32 ára sóknarleikmaður sem er uppalinn hjá Stjörnunni. Hann hefur einungis leikið með FH og Stjörnunni á Íslandi en Halldór lék í Svíþjóð árið 2014 en þar lék hann með Falkenbergs.

Stjarnan kynnti endurkomu Halldórs á skemmtilegan hátt eins og sjá má hér að neðan.

Stjörnuliðið endaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og leikur því ekki í Evrópukeppni á næsta ári.

Komnir:
Halldór Orri Björnsson frá FH
Björn Berg Bryde frá HK (Var á láni)
Emil Atlason frá HK
Vignir Jóhannesson frá FH

Farnir:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Nimo Gribenco til AGF (Var á láni)
Baldur Sigurðsson



Athugasemdir
banner
banner
banner