Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
England: De Gea og Maguire hetjurnar í sigri á West Ham
Marcus Rashford skoraði sigurmarkið
Marcus Rashford skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Harry Maguire bjargaði marki undir lok leiks
Harry Maguire bjargaði marki undir lok leiks
Mynd: EPA
Manchester Utd 1 - 0 West Ham
1-0 Marcus Rashford ('38 )

Manchester United lagði West Ham United að velli, 1-0, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Marcus Rashford gerði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.

Harry Maguire fékk tækifæri í vörn United við hlið Lisandro Martínez í dag og þá var Cristiano Ronaldo einnig í byrjunarliðinu.

Enski varnarmaðurinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðustu tvö árin en náði að skila sínu í dag og rúmlega það, þá sérstaklega í síðari hálfleiknum.

Eina mark leiksins kom á 38. mínútu er Marcus Rashford skallaði fyrirgjöf Christian Eriksen í netið. Alvöru þrumuskalli og Englendingurinn að fagna 100. marki sínu fyrir félagið.

Í þeim síðari reyndi West Ham að finna jöfnunarmarkið en David De Gea varði vel og þá voru þeir Martínez og Maguire öruggir í varnarleiknum.

Maguire og De Gea fengu sérstakt lof fyrir björgun undir lok leiks en Maguire kom í veg fyrir skot Jarrod Bowen áður en De Gea varði frá Declan Rice stuttu síðar er Rice reyndi skot af löngu færi.

Góður sigur hjá Man Utd sem er í 5. sæti með 23 stig en West Ham með 14 stig í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner