Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. október 2022 00:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær: Óskar var ekkert svakalega ánægður með ummælin
Ísak lyfti skildinum í dag.
Ísak lyfti skildinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætti í mjög góðu standi inn í tímabilið í ár.
Mætti í mjög góðu standi inn í tímabilið í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði fjórtán mörk í sumar.
Skoraði fjórtán mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsta verkefni Ísaks er með A-landsliðinu. Svo fer hann út til Rosenborg í Noregi þar sem hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning.
Næsta verkefni Ísaks er með A-landsliðinu. Svo fer hann út til Rosenborg í Noregi þar sem hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Fótbolti.net.
Valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Fótbolti.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, var til viðtals í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann var þar spurður út í ummæli sín hér á Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir hjá Breiðabliki.

Í viðtalinu þann 6. janúar sagði Ísak eftirfarandi: „Að sjálfsögðu er ekkert annað í boði en að taka titlana í sumar, Óskar [Hrafn Þorvaldsson] talar ekki um annað en að taka tvo titla."

Ísak var í kvöld spurður hvort Óskar, þjálfari Breiðabliks, hefði verið ósáttur með þessi orð.

„Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það, vildi halda því niðri. En ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða við eitthvað fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar en því miður tókst bara að sigra deildina. Vonandi taka þeir tvennuna á næsta ári."

„Breiðablik er stór klúbbur og þeir vilja vera í efstu sætunum og berjast um titilinn. Liðið gerði það svo sannarlega núna,"
sagði Ísak í Stúkunni.

Óskar: Ísak laug engu
Óskar var sjálfur spurður út í þessi ummæli Ísaks í viðtali á dögunum, fóru þau í taugarnar á honum?

„Nei nei, þetta var kannski ekki í þeim anda sem við höfum talað en hann var svo sem ekki að ljúga neinu. Það fer eftir því hvernig menn vilja skilja þessu ummæli. Það er hægt að lesa þetta og halda að ég hafi labbað um allan daginn og ekki talað um neitt annað en að við ætluðum að verða Íslands- og bikarmeistarar."

„Eða þá að ég segði ekki annað en að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar og að við ætluðum að verða bikarmeistarar. Ég held að hann hafi verið að meina að ég hefði aldrei talað um að við ætluðum okkur að komast í bikarúrslitaleikinn og verða í 2. sæti."

„Markmiðið var að vinna það sem í boði var, án þess að það þurfti að básúna það eitthvað. Það fór ekkert í taugarnar á mér, Ísak var ekki að ljúga neinu. Það var bara ágætt að hann sagði þetta."


Of mikið Domino's og sætindi
Í viðtalinu fyrir mót sagði Ísak einnig að Óskar ætlaði að gera sig að hermanni.

Þetta hafði Ísak að segja á sínum tíma: „Ef ég á að segja eins og er var ég spikfeitur í byrjun tímabilsins (2021 með ÍA). Síðan þegar fólk var farið að segja að ég væri of feitur þá tók ég mig í gegn og missti fjögur kíló á tveimur vikum. Ég tek ekki eftir þessu sjálfur [að ég sé of þungur] en þegar fólk var farið að benda mér á það, það voru lið að koma horfa á mig að spila og það fyrsta sem sagt var að ég væri of þungur á mér. Ég hugsaði að ef ég ætlaði að fara út þá yrði ég að létta mig. Ég varð strax léttari á mér, hraðari og leið miklu betur ef ég á að segja eins og er."

Ísak birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sýndi mynd af sér snemma móts 2021 í ÍA treyjunni og svo mynd af sér í sumar í treyju Breiðabliks. Gunnlaugur Jónsson spurði Ísak í Stúkunni í kvöld hvað hann hefði verið að borða á þessum tíma þar sem fyrri myndin var tekin.

„Ætli það hafi ekki bara verið of mikið af Domino's og sætindi. Þetta er mjög slæm mynd í Skagabúningum, ég held að ég hafi ekki verið svona feitur en ég þurfti að koma mér í form og gerði það á endanum," sagði Ísak.

Ísak ræddi einnig við Fótbolta.net í dag og tjáði sig um sitt líkamlegt atgervi.

„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði mér ekki (í betra form) fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."

Viðtalið við Ísak frá því í dag má sjá hér neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
Óskar hefur bullandi trú á Ísaki - „Þarf að læra að lifa eins og atvinnumaður"
Hvernig Ísak Snær varð óvænt langbestur í deildinni (21. júní)
Bestur 2022 - Setti tóninn fyrir Blika í að rústa þessu móti
Ísak Snær: Það er ekki til betri tilfinning
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner