Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. desember 2019 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar að kalla Nketiah til baka frá Leeds
Eddie Nketiah hefur skorað fimm mörk fyrir Leeds
Eddie Nketiah hefur skorað fimm mörk fyrir Leeds
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar að kalla Eddie Nketiah til baka frá Leeds þegar glugginn opnar þrátt fyrir mikinn áhuga Leeds á að halda honum.

Nketiah hefur spilað 18 leiki og skorað 5 mörk fyrir Leeds á leiktíðinni en hann hefur þó aðeins spilað lítið hlutverk í leikjunum og er aðeins með 600 mínútur í heildina á tímabilinu.

Arsenal ætlar að kalla Nketiah aftur til félagsins og lána hann aftur út en enska úrvalsdeildarfélagið vill koma honum í lið þar sem hann fær fleiri leiki.

Bristol City og Brentford eru meðal liða sem eru mjög áhugasöm um að fá hann.

Nketiah er 20 ára gamall framherji en hann er uppalinn hjá Arsenal og hefur spilað 19 leiki og skorað 3 mörk fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner