Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 13:32
Elvar Geir Magnússon
Aarons og Bailey orðaðir við Man Utd
Max Aarons.
Max Aarons.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ku vilja hægri bakvörð í janúarglugganum og Max Aarons, varnarmaður Championship-liðsins Norwich, er orðaður við United.

Aarons verður 21 árs í upphafi nýs árs en hann var fastamaður í liði Norwich í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

United hefur einnig áhuga á Kieran Trippier hjá Atletico Madrid en hann á enn eftir að afplána níu vikur í banni sínu fyrir brot á veðmálareglum og það gæti reynst hindrun.

Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er líka orðaður við United en þessi 23 ára leikmaður er með níu mörk og sjö stoðsendingar á tímabilinu.

Bailey var að semja við enska umboðsskrifstofu en Leeds gerði tilboð í hann síðasta sumar sem var hafnað. Tottenham, Everton og Arsenal eru einnig sögð áhugasöm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner