Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. janúar 2020 09:26
Magnús Már Einarsson
Howe: Mjög tregur í að láta King fara til Man Utd
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, vonast til að félagið nái að halda framherjanum Joshua King þrátt fyrir áhuga frá Manchester United.

Bournemouth hefur hafnað fyrsta tilboði frá United í King en annað tilboð er mögulega á leiðinni.

Norðmaðurinn spilaði með varaliði Manchester United frá 2009 til 2013 og lék þar undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra United.

„Við höfum saknað hans síðan hann meiddist og ég sem stjóri væri mjög tregur í að leyfa honum að fara. Það er mjög erfitt að finna mann í staðinn þegar við erum á lokadegi félagaskiptagluggans," sagði Howe á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Þetta er ákvörðun sem framkvæmdastjórinn og eigandinn verða að taka. Ég elska Josh sem leikmann og einstakling. Ég veit hvaða merkingu Manchester United hefur fyrir hann út af sögu félagsins og ég skil stöðuna hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner