Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 31. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Leikið um sæti á Fótbolta.net mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er mikið um að vera á íslenska undirbúningstímabilinu þessa helgina. Leikið er upp á sæti í A- og B-deildum Fótbolta.net mótsins auk leikja í Reykjavíkurmóti kvenna, Kjarnafæðismótinu og Faxaflóamótinu.

Veislan byrjar strax í kvöld þegar Haukar taka á móti Selfyssingum í úrslitaleik um 5. sæti B-deildar Fótbolta.net mótsins.

Á morgun, laugardag, verður spilað uppá sæti í A-deildinni. Stjarnan á þar heimaleik við ÍBV uppá þriðja sætið á meðan HK og Grótta berjast um fimmta sætið. FH tekur á móti Grindavík í leik um sjöunda sæti.

Þá er stórleikur á dagskrá á Akureyri þar sem KA og Þór mætast í Kjarnafæðismótinu. Liðin eru á toppi A-deildarinnar þar sem KA er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir en Þórsarar eru fimm stigum á eftir, með leik til góða. Þór missteig sig gegn Dalvík/Reyni og þarf því sigur í grannaslagnum gegn KA.

KR og Fylkir eigast þá við í toppslag Reykjavíkurmóts kvenna, áður en Fjölnir og Víkingur R. mætast í botnslagnum.

Valur, sem tapaði óvænt fyrir Fylki í fyrstu umferð, á leik við Þrótt R. í Reykjavíkurmóti kvenna á sunnudaginn. Valur er með sex stig eftir þrjár umferðir, þremur stigum eftir KR og Fylki.

Föstudagur:
Fótbolta.net mótið - B-deild leikið um 5. sæti
18:00 Haukar-Selfoss (Ásvellir)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
20:00 Kári-Hvíti riddarinn (Akraneshöllin)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 2
21:00 Augnablik-Elliði (Fífan)

Kjarnafæðismót kvenna
20:15 Völsungur - Hamrarnir (Boginn)



Laugardagur:
Fótbolta.net mótið - A-deild leikið um sæti
10:45 FH-Grindavík (Skessan) 7. sæti
11:15 HK-Grótta (Kórinn) 5. sæti
11:30 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn) 3. sæti

Kjarnafæðismót karla - A-deild
13:30 KA - Þór (Boginn)
17:15 Völsungur - Leiknir F. (Boginn)

Kjarnafæðismót karla - B-deild
19:15 Höttur/Huginn - Samherjar (Boginn)

Reykjavíkurmót kvenna
15:15 KR-Fylkir (Egilshöll)
17:15 Fjölnir-Víkingur R. (Egilshöll)

Faxaflóamótið - B-riðill
12:30 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)

Fótbolta.net mótið - B-deild leikið um 7. sæti
12:45 Víkingur Ó.-Vestri (Skessan)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 2
13:00 Kórdrengir-Árborg (Framvöllur)



Sunnudagur:
Reykjavíkurmót kvenna
15:15 Þróttur R.-Valur (Egilshöll)

Faxaflóamótið - A-riðill
11:30 Selfoss-Haukar (JÁVERK-völlurinn)

Faxaflóamótið - B-riðill
12:00 ÍBV-Augnablik (Kópavogsvöllur)
18:00 ÍA-Afturelding (Akraneshöllin)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
14:00 KV-KFS (KR-völlur)

Kjarnafæðismót karla - A-deild
17:15 KA2 - Dalvík/Reynir (Boginn)

Kjarnafæðismót kvenna
15:15 Fjarðab/Höttur/Leiknir - Þór/KA (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner