Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Atletico getur stöðvað nágrannana
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Madrídarslagurinn er á dagskrá á morgun þar sem Real tekur á móti Atletico í stórleik á Santiago Bernabeu.

Real er á toppi spænsku deildarinnar, tíu stigum fyrir ofan Atletico, og þarf sigur til að halda forskoti á Barcelona.

Gareth Bale, Marcos Asensio og Eden Hazard eru ekki með vegna meiðsla, ekki frekar en Diego Costa í liði Atletico. Thomas Lemar, Jose Gimenez og Santiago Arias eru tæpir.

Liðin mættust í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins fyrr í janúar og hafði Real betur eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður gerðu liðin markalaust jafntefli í deildinni síðasta haust.

Real Mallorca og Real Valladolid eigast svo við í áhugaverðum fallbaráttuslag sem verður sýndur beint. Valencia tekur á móti Celta Vigo í síðasta leik laugardagsins.

Á sunnudaginn getur Real Sociedad smeygt sér í Meistaradeildarsæti með sigri gegn fallbaráttuliði Leganes. Getafe, sem situr í fjórða sæti sem stendur, á svo útileik gegn Athletic Bilbao. Þar kæmi jafntefli ekki á óvart þar sem Bilbao er búið að gera fimm jafntefli í röð.

Villarreal á svo heimaleik á móti Osasuna á sama tíma og Sevilla mætir Alaves. Villarreal hefur verið á miklu skriði síðustu sex vikur en hið sama er ekki hægt að segja um Sevilla, sem datt óvænt úr spænska bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Mirandes í gærkvöldi.

Barcelona mætir svo Levante í síðasta leik helgarinnar. Börsungar eru þremur stigum eftir Real Madrid í titilbaráttunni.

Laugardagur:
12:00 Granada - Espanyol
15:00 Real Madrid - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)
17:30 Mallorca - Valladolid (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Valencia - Celta (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
11:00 Leganes - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Eibar - Betis
15:00 Athletic Bilbao - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Villarreal - Osasuna
17:30 Sevilla - Alaves (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Barcelona - Levante (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner