Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Álvarez byrjar en De Bruyne á bekknum
Julian Álvarez er í byrjunarliði Man City
Julian Álvarez er í byrjunarliði Man City
Mynd: Getty Images
Albert Sambi Lokonga er í liði Arsenal
Albert Sambi Lokonga er í liði Arsenal
Mynd: EPA
Yves Bissouma byrjar hjá Tottenham
Yves Bissouma byrjar hjá Tottenham
Mynd: Tottenham Hotspur
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla í kvöld en þrír leikir eru klukkan 18:30 og þá byrjar einn klukkan 18:45.

Argentínski framherjinn Julian Álvarez er í byrjunarliði Manchester City. Það var gert ráð fyrir því að Erling Braut Haaland myndi byrja á bekknum en hann er einnig í liðinu. Kevin de Bruyne er á bekknum.

Renan Lodi kemur beint inn í byrjunarlið Nottingham Forest eftir að hafa gengið í raðir félagsins á dögunum.

Ein breyting er á liði Arsenal sem mætir Aston Villa. Albert Sambi Lokonga kemur inn fyrir Mohamed Elneny, sem meiddist aftan í læri í síðasta leik. Steven Gerrard gerir fjórar breytingar á liði Villa og fer Philippe Coutinho meðal annars á bekkinn.

Scott Parker var rekinn frá Bournemouth á dögunum en Gary O'Neil stýrir liðinu til bráðabirgða. Neto kemur í markið í stað Mark Travers sem fékk níu mörk á sig í síðasta leik. Þrjár aðrar breytingar eru gerðar á liðinu.

David Moyes gerir þrjár breytingar á liði West Ham og þá gerir Antonio Conte eina breytingu en Yves Bissouma kemur inn í byrjunarliðið.

Man City: Ederson, João Cancelo, Rúben Dias, Walker, Stones, Rodri, Gündogan(c), Bernardo Silva, Foden, Álvarez, Haaland

Nottingham Forest: Henderson, Williams, Worrall, McKenna, Kouyate, Lodi, Freuler, O'Brien, Yates, Gibbs-White, Johnson.


Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Tierney, Sambi, Xhaka, Saka, Ødegaard, Martinelli, Jesus.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Digne, McGinn, Kamara, J. Ramsey, Bailey, Watkins, Buendía.


Bournemouth: Neto; Smith, Mepham, Kelly, Zemura; Cook, Lerma; Billing, Christie, Tavernier; Solanke.

Wolves: José Sá; Nélson Semedo, Collins, Kilman, Jonny; Nunes, Rúben Neves, João Moutinho; Gonçalo Guedes, Jiménez, Pedro Neto.


West Ham: Fabianski, Zouma, Coufal, Kehrer, Cresswell, Rice(c), Bowen, Fornals, Benrahma, Soucek, Antonio

Tottenham: Lloris(c), Sánchez, Davies, Dier, Bissouma, Perisic, Højbjerg, Emerson Royal, Son, Kane, Kulusevski
Athugasemdir
banner
banner
banner