Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Emery vill ekki staðfesta hvort Xhaka spili um helgina
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, vildi ekki gefa upp eftir leikinn gegn Liverpool í gær hvort Granit Xhaka verði með gegn Wolves um helgina.

Xhaka brást reiður við þegar baulað var á hann þegar hann var tekinn af velli gegn Crystal Palace um síðustu helgi en hann kallaði 'fokk off' til stúkunnar.

Margir stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu en Unai Emery sagði á fréttamannafundi í vikunni að ekki sé búið að taka ákvörðun um það.

Eftir tapið gegn Liverpool í gærkvöldi vildi Emery ekki staðfesta hvort Xhaka spili um helgina.

„Granit Xhaka? Núna get ég ekki sagt hvernig við ætlum að spila á laugardaginn. Við þurfum að taka þetta skref fyrir skref," sagði Emery.

Samkvæmt Mirror standa leikmenn Arsenal algjörlega við bakið á Granit Xhaka og vilja að hann haldi fyrirliðabandinu en það verður í höndum Emery að taka endanlega ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner