Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. október 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Forseti Napoli: Án okkar væru dómarar að afhýða kartöflur
Carlo Ancelotti var rekinn upp í stúku í gær.
Carlo Ancelotti var rekinn upp í stúku í gær.
Mynd: Getty Images
Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, var brjálaður yfir dómgæslunni í 2-2 jafntefli liðsins gegn Atalanta í Serie A í gærkvöldi.

Napoli menn voru brjálaðir yfir að fá ekki vítaspyrnu í viðbótartíma en í kjölfarið fór Atalanta í sókn þar sem Josip Ilicic skoraði jöfnunarmarkið.

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, og Davide aðstoðarmaður hans voru báðir reknir upp í stúku. VAR var notað til að skoða dóminn en Napoli fékk ekki vítaspyrnu og jöfnunarmark Atalanta stóð.

„Án okkar þá væru dómarar að vinna við að afhýða kartöflur," sagði De Laurentiis reiður eftir leik.

„Hvað er dómarinn að gera með því að sparka herramanni eins og Ancelotti upp í stúku? Við erum pirraðir. Við erum þreyttir á að þurfa að gjalda fyrir svona dómgæslu."
Athugasemdir
banner
banner