Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 31. október 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum
Toni Kroos brosti þegar dómarinn lyfti rauða spjaldinu í gær
Toni Kroos brosti þegar dómarinn lyfti rauða spjaldinu í gær
Mynd: Getty Images
Alltaf er eitthvað fyrst passar ágætlega við Toni Kroos, leikmann Real Madrid, en hann fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í leik með liðinu gegn Girona í La Liga í gær.

Kroos er 32 ára gamall og spilað meistaraflokksbolta síðustu fimmtán ár.

Hann hefur spilað fyrir Bayern München, Bayer Leverkusen og Real Madrid ásamt því að hafa spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland en það telur 775 leiki í heildina. Það var þó ekki fyrr en í gær sem hann fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum.

Kroos braut á Yan Couto í síðari hálfleiknum og uppskar gult spjald fyrir og það var síðan á annarri mínútu í uppbótartíma er hann stöðvaði skyndisókn Girona og fór þá í annað sinn í bókina og uppskar rautt spjald.

Þegar Kroos áttaði sig á því að hann væri á leið sturtu gat hann ekki annað en brosað. Það að hann hafi fengið sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum eftir alla þessa leiki sem miðjumaður sýnir í raun hversu agaður Kroos er, með og án bolta.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner