Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 19:11
Victor Pálsson
Emil Pálsson yfirgefur Sandefjord (Staðfest)
Emil með boltann í leik FH.
Emil með boltann í leik FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Emil Pálsson er að kveðja lið Sandefjord í Noregi en hann hefur verið samningsbundinn félaginu undanfarin þrjú ár.

Þetta staðfestir leikmaðurinn í samtali við 433.is en samningur Emils við norska liðið er að renna út.

„Síðasti dagurinn minn á samning hjá Sandefjord er í dag og hann klárast núna um áramótin," er haft eftir Emil á heimasíðu 433.is.

Emil tekur fram að þetta sé réttur tímapunktur til að færa sig um set og mun því leita að nýju félagi í janúar.

Miðjumaðurinn fékk reglulega að spila með Sandefjord á tímabilinu en liðið hafnaði í 11. sæti úrvalsdeildarinnar.

Emil er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en spilaði lengst með FH hér heima í meistaraflokki frá 2011 til 2017 áður en hann hélt út.
Athugasemdir
banner
banner