Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 13:00
Aksentije Milisic
Kolasinac mættur til Þýskalands - Að ganga í raðir Schalke
Mynd: Getty Images
Sead Kolasinac, leikmaður Arsenal, er mættur til Þýskalands þar sem hann er að fara skrifa undir sex mánaða lánssamning hjá Schalke.

Kolasinac mun lækka sig í launum og fær hann 2,4 milljónir evra fyrir sex mánaða samning hjá Schalke. Þessu greina þýskir fjölmiðlar frá í dag.

Kolasinac kom til Arsenal frá Schalke árið 2017 þar sem hann hefur spilað 78 leiki og skorað tvö mörk. Hann á að baki 94 leiki fyrir aðallið Schalke og nú er ljóst að þeim mun fjölga.

Schalke er í neðsta sæti í þýsku úrvaldeildinni og liðið á enn eftir að vinna leik á þessu tímabili og spurning hvort sá fyrsti komi ekki fljótlega eftir komu Kolasinac.
Athugasemdir
banner
banner
banner