Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 31. desember 2020 16:30
Aksentije Milisic
Man Utd virkjaði ákvæði í samningi Lingard
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur virkjað ákvæði í samningi Lingard og því hefur samningur hans framlengst um 12 mánuði.

Núverandi samningur hans átti að renna næsta sumar en nú er ljóst að hann rennur út sumarið 2022.

Þetta gerir liðið svo að hann fari ekki frítt frá félaginu. Jesse Lingard var hluti af enska landsliðinu sem fór í undanúrslitin á HM árið 2018 en hann hefur einungis spilað tvo leiki fyrir United á þessari leiktíð.

„Hann hefur æft vel. Hann er óheppinn því hann þurfti að fara í sóttkví nokkrum sinnum," sagði Ole um Lingard.

Lingard hefur unnið evrópudeildina, FA bikarinn og deildabikarinn á tíma sínum hjá United. Hann á yfir 200 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner