Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. desember 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nágrannalið og efnaðir einstaklingar reyna að bjarga Gautaborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni var greint frá því að sænsku meistararnir í kvennaflokki, Kopparbergs/Gautaborg FC, hafa lagt niður meistaraflokk hjá félaginu.

Ákvörðunin um að leggja niður félagið var tekin eftir að það tapaði gegn Manchester City í Meistaradeildinni 17. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram er það vegna erfiðleika í rekstri félagsins.

Nú eru nágrannafélögin Häcken og Örgryte að skoða hvort hægt sé að bjarga kvennaliðinu en karlaliðið, IFK Gautaborg, gat ekki komið til bjargar þegar sóst var eftir því.

Häcken og Örgryte segja það skyldu sína að skoða hvort hægt sé að aðstoða sænsku meistarana.

Skilaboðin til Nils Wiberg, sem er aðalstyrktaraðili kvennaliðsins, eru á þá leið að hann geti ekki gefist upp og það eru margir einstkalingar sem hafa áhuga á því að styrkja liðið peningalega séð.

Lokadagurinn fyrir Gautaborg til að tilkynna áframhaldandi þátttöku væri í dag en sænska knattspyrnusambandið er viljugt til að veita meisturunum undanþágu.
Athugasemdir
banner
banner
banner