Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mán 08. október 2018 21:11
Elvar Geir Magnússon
Saint Brieuc
Kolbeinn: Hlusta ekki á umræðuna
Icelandair
Kolbeinn á æfingu.
Kolbeinn á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umdeilt er að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé valinn í íslenska landsliðshópinn en hann er í frystikistunni hjá félagi sínu, Nantes í Frakklandi, og fær ekkert að spila.

Í viðtali við Fótbolta.net segist Kolbeinn ekki fylgjast með umræðunni en að hann sé ánægður með það traust sem Erik Hamren sýnir honum.

„Ég hef ekkert fylgst með umræðunni ef ég á að segja eins og er. Ég er 'fit' og klár ef þjálfararnir vilja nýta mig. Mér líður vel og get vonandi hjálpað liðinu ef ég fæ tækifærið. Ég hafði ekki spilað í tvö ár með landsliðinu og kann virkilega að meta það traust sem ég fæ og næ vonandi að gefa til baka," segir Kolbeinn.

„Ég hef ekki verið að hlusta á þessa umræðu. Auðvitað hefur minn ferill verið rosalega skrítinn og mikið af meiðslum. Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig í fótboltanum."

Fer líklega í janúar
Kolbeinn reiknar með því að skipta um vinnuveitendur í janúarglugganum.

„Staða mín er óljós og ég er að bíða eftir svörum með það hvernig framhaldið verður. Ég fæ vonandi að vita það í þessum mánuði en það er allt sem bendir til þess að ég fari í janúar," segir Kolbeinn.

Fótbolti.net spjallaði við Kolbein í Frakklandi þar sem Ísland er í undirbúningi fyrir vináttulandsleik gegn heimsmeisturunum á fimmtudag. Á mánudag er svo heimaleikur gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Þetta er mjög spennandi verkefni gegn besta landsliði heims, þetta verður erfitt en okkur hlakkar til að takast á við þetta. Andinn er góður í hópnum og það á eftir að koma í ljós hvernig við rífum okkur upp úr slæmum úrslitum í síðasta glugga. Það er tækifæri núna til að sýna það að við ætlum ekki að sökkva í djúpið eftir síðustu leiki, vonandi stígum við upp."

„Það er hluti af fótboltanum að stundum gengur ekki allt upp en við þekkjum okkar gæði og hvað við getum. Við þurfum að sýna karakter og ná góðum úrslitum gegn Frökkum," segir Kolbeinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner