Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   fim 02. maí 2024 23:24
Sölvi Haraldsson
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mynd: Hrefna Morthens

Við töpuðum leiknum því við gáfum boltann of léttilega frá okkur í kvöld. Að skora tvö mörk í seinustu tveimur deildarleikjum ætti að vera nóg en við verðum að vera betri varnarlega.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-2 tap í Árbænum í kvöld gegn nýlliðunum Fylki.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Leikurinn var mjög kaflaskiptur en heilt yfir voru Fylkir með yfirhöndina. Glenn segir þetta hafa verið skrítinn leik.

Þetta var furðulegur leikur. Okkur leið eins og við værum að stýra boltanum en ekki leiknum. Þær voru að skapa sér fullt af færum þegar við vorum á boltanum. Þær brutu okkur. Við þurfum að geta stoppað þessi upphlaup sem við gerðum ekki vel í dag.

Keflavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi móts en Jonathan Glenn, þjálfari liðsins, hefur engan húmor fyrir því.

Þetta er óásættanlegt. Óásættanlegt. Þær vita það og við vitum það. Þetta er lærdómur fyrir marga leikmenn. Við erum í vegferð núna þar sem margar stelpur þurfa að læra hratt og vaxa hratt sem leikmenn. Að skora fjögur mörk í tveimur leikjum ætti að vera nóg. En það er eitthvað í okkar leik sem við þurfum að laga.

Það vakti athygli að Caroline Mc Cue Van Slambrouck tók skóna af hillunni fyrir skömmu og var í byrjunarliðinu í dag. Ekki nóg með það heldur þá skoraði hún, hvernig kom það til?

Ég talaði við hana á dögunum og ég er mjög glaður að hafa hana. Hún er leikmaður með mikla reynslu og mun hjálpa okkur í sumar. Það var aldrei spurning að fá hana inn þegar það var í boði.

Eftir að glugginn lokaði fengu Keflvíkinar tvo leikmenn. Hvaða leikmenn eru þetta?

Oliwia hefur æft með okkur í einhvern tíma og býr í Keflavík. Við vildum bara fá félagskiptin í gegn og taka síðan stöðuna. Regina er leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með lengi og vonandi mun það ganga upp.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Jonathan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner