Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 02. maí 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta er fyrsti leikurinn minn eftir að ég kom til baka þannig ég get lítið tjáð mig um hina tvo leiki tímabilsins. Ég er bara búin að vera með liðinu í rúma viku. Þetta er ungur hópur og það sem er svo spennandi við hann er að hann hefur margt að læra. Úrslitin eru ekki að detta okkur í hag en vegferðin er á réttri leið,“ sagði Caroline Mc Cue Van Slambrouck, sem er nýbyrjuð að æfa aftur með Keflavík eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir seinasta tímabil.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Caroline lagði skóna á hilluna eftir seinasta tímabil en er mætt aftur í Keflavíkurliðið í dag.

Ég átti bara gott spjall við (Jonathan) Glenn og ég hef verið að þjálfa mikið í Keflavík og elska lífið þar. Ég var á Íslandi og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka slaginn aftur. Þetta gerðist bara og ég er ennþá í dag að hugsa hvernig þetta gerðist. Þetta er bara gaman og það verður hugarfarið mitt í sumar, að hafa gaman. Ég lýt á þetta sem annað tækifæri fyrir mig að spila fótbolta.

Caroline er himinlifandi með að hafa náð að spila sinn fyrsta leik í kvöld eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Mér líður eins og 16 ára leikmanni sem er að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Ég horfi á þetta líka núna með þjálfaraaugum. Ég ætla að reyna að hjálpa hópnum eins og ég get. Ég er mjög glöð að vera í þessari stöðu að geta hjálpað og haft jákvæð áhrif.“

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu fyrir Keflvíkinga eiga þær Valskonur í næsta leik. Leikirnir verða ekkert auðveldari.

Við tökum þetta skref fyrir skref. Núna þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og æfa vel í vikunni og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ sagði Caroline að lokum eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Caroline má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir