Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. mars 2019 14:01
Elvar Geir Magnússon
Telur að Solskjær þurfi að kaupa fimm
Gary Neville er fyrrum fyrirliði Manchester United.
Gary Neville er fyrrum fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gary Neville telur að Manchester United þurfi að kaupa fimm leikmenn í sumar.

Allir búast við því að Ole Gunnar Solskjær verði ráðinn stjóri til frambúðar en United hefur aðeins tapað einum leik á hans vakt.

„Manchester United þarf tvo miðverði. Ég tel það klárlega. Þegar maður vill sjá United berjast um Englandsmeistaratitilinn og komast í úrslit Meistaradeildarinnar þá þarf liðið miðverði í fremstu röð," segir Neville.

„Tveir miðverðir og hægri bakvörður. Það er lágmark fyrir sumarið. Það þarf að endurnýja varnarlínuna. Maður vill sjá heimsklassa leikmenn eins og Virgil van Dijk eða Thiago Silva."

Miðvörðurinn Kalidou Koulibaly hjá Napoli er sagður efstur á blaði hjá United en Milan Skriniar og Nikola Milenkovic eru einnig á blaði.

„Ég segi þrír varnarmenn, einn miðjumaður og einn í sóknarlínuna því Alexis Sanchez er ekkert að sýna. Ef liðið fær fimm leikmenn þá getur það keppt á toppnum," segir Neville.
Athugasemdir
banner
banner