Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
Championship
Leeds - Norwich - 19:45
Plymouth - Burnley - 20:00
Portsmouth - Stoke City - 19:45
Sheff Wed - Bristol City - 19:45
Meistaradeildin
RB Leipzig - Sporting - 17:45
Shakhtar D - Brest - 17:45
Celtic - Young Boys - 20:00
Feyenoord - Bayern - 20:00
Milan - Girona - 20:00
PSG - Man City - 20:00
Sparta Prag - Inter - 20:00
Arsenal - Dinamo Zagreb - 20:00
Real Madrid - Salzburg - 20:00
Evrópudeildin
Besiktas - Athletic - 15:30
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
Qatar U-20 - Uzbekistan U-20 - 15:00
Bandaríkin - Kosta Ríka - 00:00
mið 24.apr 2024 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 12. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í neðsta sæti í spánni er Dalvík/Reynir sem er að koma upp úr 2. deild.

Dalvík/Reynir fagnar marki síðasta sumar.
Dalvík/Reynir fagnar marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dragan Stojanovic er þjálfari Dalvíkinga.
Dragan Stojanovic er þjálfari Dalvíkinga.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þröstur Mikael Jónasson er fyrirliði.
Þröstur Mikael Jónasson er fyrirliði.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Áki Sölvason þarf að skora.
Áki Sölvason þarf að skora.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Franko Lalic.
Markvörðurinn Franko Lalic.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson með bikarinn.
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson með bikarinn.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Matheus Bissi, varnarmaður af gamla skólanum.
Matheus Bissi, varnarmaður af gamla skólanum.
Mynd/Dalvík/Reynir
Hvað gera Dalvíkingar í sumar?
Hvað gera Dalvíkingar í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

12. Dalvík/Reynir
Í neðsta sæti í spánni eru Dalvíkingar. Það voru nánast allir sem voru með liðið í neðsta sæti í sinni spá, en það er ekki mikil trú á liðinu. Dalvík lék síðast í næst efstu deild árið 2003 en þá var liðið sameinað með Leiftri og hét liðið Leiftur/Dalvík. Félagið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar það árið með ellefu stig. Dalvík hefur verið að flakka á milli 2 og 3. deildar síðastliðin tuttugu ár. Dalvík/Reynir komst upp úr 3. deild árið 2022 og var spáð sjöunda sæti í 2. deild í fyrra en þeir komu svo gott sem öllum á óvart og unnu deildina. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu mun vegna í sumar en mögulega er þetta of stórt verkefni.

Þjálfarinn: Dragan Stojanovic er þjálfari Dalvíkur og á hann skilið gríðarlegt hórs fyrir það sem hann hefur gert með liðið til þessa. „Ég ætla að byrja á því að hrósa Dragan Stojanovic. Ógeðslega klókur þjálfari sem veit hvað hann er að gera og kann þetta allt. Hann hefur þjálfað í mörg ár og er með skýrt plan," sagði Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu í fyrra þegar Dalvík komst upp. Dragan hefur þjálfað fjölda liða, þar á meðal Þór, Völsung, KF og Fjarðabyggð.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson.

Styrkleikar: Agaður og vel skipulagður leikstíll er það sem kom Dalvík/Reyni frekar óvænt upp úr 2. deildinni síðasta sumar, það mun reyna enn frekar á liðið að byggja ofan á þann sterka grunn þar sem liðið sýndi í fyrra að það þurfti ekkert alltaf að dóminera leikina eða spila eins og Man City til þess að vera sterkari aðilinn. Gátu stjórnað leikjum vel án bolta og þurfa á því að halda í ár.

Veikleikar: Finnst full mikil leikmannavelta frá því í fyrra, D/R stefndi vissulega á að skipta út erlendum mönnum og sækja enn betri, en það er algjört spurningamerki hvernig það tekst til frekar en að byggja ofan á með leikmönnum sem voru búnir að vera saman heilt tímabil. Einnig er það risa skarð frá því í fyrra að missa út lánsmennina frá KA og Þór sem voru lykilmenn.

Lykilmenn:
Þröstur Mikael Jónasson - Fyrirliðinn, harðjaxlinn og drifkrafturinn. Leikmaður sem mér finnst persónulega eiga að vera löngu búinn að taka skrefið í sterkara lið, fór vissulega í Grindavík en fékk ekki tækifæri. Þröstur3000, eins og hann er kallaður, er besti Íslendingurinn í liðinu og það mun mikið mæða á honum ef liðið ætlar að halda sæti sínu í deildinni.

Áki Sölvason - Gríðarlega iðinn við kolann fyrir framan markið, baneitraður sóknarmaður sem kann að skora mörk, þannig leikmenn eru alltaf gulls ígildi, kraftmikill, áræðinn og veit hvar markið er.

Franko Lalic - Gríðarlega góður markvörður með reynslu úr Lengjudeildinni, líklegast þá mestu í liðinu svona snöggt á litið, hann getur svo sannarlega varið markið og hann þarf að eiga gott sumar til þess að Dalvíkingar geti notið þess.

Fylgist með: Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, kraftmikill og sterkur sópari á miðjuna, smá svona gamla skóla nagli í honum en flottur í fótbolta og getur tekið fleiri hlutverk að sér en að brjóta bara upp sóknir. Hann er 21 árs og orðinn þokkalega reynslumikill fyrir aldur en er nú mættur á stærra svið en nokkurn tímann áður og ég held hann geti höndlað það vel.

Komnir:
Alejandro Zambrano frá Spáni
Abdeen Temitope Abdul frá Malasíu
Amin Guerrero frá Spáni
Nikola Kristinn Stojanovic frá Þór
Matheus Bissi frá Kasakstan
Björgvin Máni Bjarnason frá KA (var á láni hjá Völsungi)
Dagbjartur Búi Davíðsson á láni frá KA (var á láni hjá KF)
Freyr Jónsson frá Grindavík
Markús Máni Pétursson frá KA
Máni Dalstein Ingimarsson á láni frá KA
Mikael Aron Jóhannsson frá KA
Valur Örn Ellertsson frá KA

Farnir:
Florentin Apostu til Ítalíu
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í Tindastól
Hamdja Kamara til Spánar
Númi Kárason í Magna
Toni Tipuric í Ægi
Auðunn Ingi Valtýsson í Þór (var á láni)
Kári Gautason í KA (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson í Þór (var á láni)



Dómur Badda fyrir gluggann: 5, nei 3.
Frekar hlutlaus fimma, það er erfitt að meta þessa nýju erlendu leikmenn, Ale Zambrano er að koma aftur eftir að hafa verið hjá Aftureldingu fyrir nokkrum árum, Bissi er óskrifað blað en D/R missir Kamara, Kára Gauta, Þorvald Daða, Sigfús og fleiri lykilmenn frá því í fyrra, þetta er eiginlega bara þristur, ég breyti úr fimmu í þrist.

Fyrstu þrír leikir Dalvíkur/Reynis:
4. maí, Dalvík/Reynir - ÍBV (Dalvíkurvöllur)
9. maí, Njarðvík - Dalvík/Reynir (Rafholtsvöllurinn)
18. maí, Dalvík/Reynir - Fjölnir (Dalvíkurvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli níunda sæti og í versta falli tólfta sæti.
Athugasemdir
banner
banner