Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. janúar 2018 11:20
Magnús Már Einarsson
Dybala, Griezmann og Joao Mario orðaðir við Man Utd
Powerade
Antoine Griezmann er enn einu sinni orðaður við Manchester United.
Antoine Griezmann er enn einu sinni orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Walcott gæti farið frá Arsenal.
Walcott gæti farið frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gleðilegt nýtt ár! Félagaskiptaglugginn opnaði á miðnætti og hér er fyrsti slúðurpakki dagsins.



Real Madrid er að undirbúa 120 milljóna punda tilboð í Eden Hazard (26) leikmann Chelsea. (Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ósætti sé á milli Alexis Sanchez (29) og annarra leikmanna í hópnum. (Sky Sports)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, útilokar ekki að bjóða í Alexis á næstu dögum eftir að Gabriel Jesus meiddist gegn Crystal Palace í gær. (Talksport)

Southampton vill fá Theo Walcott (28) á láni frá Arsenal í janúar. (Mail)

Arsenal gæti leyft Walcott að fara en Everton, Watford og West Ham hafa líka áhuga. (Mirror)

Manchester United vonast til að Paul Pogba geti hjálpað félaginu að sannfæra Paulo Dybala (24) framherja Juventus að mæta á Old Trafford. (Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Joao Mario (24) miðjumann Inter til að fylla skarð Michael Carrick (36) í framtíðinni. (Sun)

Mourinho hefur beðið stuðningsmenn Mancheser United um pening til að kaupa Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid. (Express)

Tottenham liggur ekki á að framlengja samning sinn við Toby Alderweireld (28) þrátt fyrir að hann sé með klásúlu um að mega fara á 25 milljónir punda árið 2019. (Mirror)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur sagt stuðningsmönnum að Alderweireld verði áfram hjá félaginu. (Guardian)

Leon Goretzka (22), miðjumaður Schalke, fer frítt til Bayern Munchen í sumar. (Bild)

Cenk Tosun (26), framherji Besiktas, er á leið til Everton á 7,5 milljónir punda. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner