Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: 10 af 22 leikmönnum okkar eru meiddir
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, er að glíma við risastórt vandamál en hann segir að 10 af 22 leikmönnum liðsins séu meiddir en liðið tapaði 3-0 fyrir Leicester í dag.

Newcastle lenti í miklum vandræðum í leiknum en Bruce þurfti að gera þrjár skiptingar í hálfleik.

Jetro Willems, Jonjo Shelvey og Javi Manquillo meiddust allir í nára og þá spilaði varamaðurinn DeAndre Yedlin og Fabian Schar meiddir í síðari hálfleiknum.

„Ég hef aldrei upplifað annað eins á 15 mínútum. Við gáfum tvö tvö mörk og misstum svo fjóra leikmenn í meiðsli. DeAndre Yedlin braut hendina innan við mínútu eftir að hafa komið inná en hélt áfram leik," sagði Bruce.

„Jonjo Shelvey meiddist í nára svo við þurftum að taka hann af velli í hálfleik. Það var þriðja skiptingin okkar og maður vonaðist eftir því besta að við myndum hafa af síðari hálfleikinn en við náðum ekki að endast í mínútu áður en Fabian Schar meiddist."

„Það er sturlun að þrír leikmenn meiðast í nára í leiknum og það var af því þeir voru þreyttir. Ég sagði það fyrir jól að þetta magn af leikjum er fáránlegt og því verða úrslitin svona,"
sagði Bruce.
Athugasemdir
banner