Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. janúar 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Fyrsta tap Ancelotti kom gegn City - Stórsigur í fyrsta leik Moyes
Gabriel Jesus var öflugur með City í kvöld
Gabriel Jesus var öflugur með City í kvöld
Mynd: Getty Images
David Moyes fagnar innilega
David Moyes fagnar innilega
Mynd: Getty Images
Manchester City vann Everton 2-1 á fyrsta degi ársins en Gabriel Jesus gerði bæði mörk heimamanna. David Moyes náði þá í góðan sigur í fyrsta leik sínum með West Ham.

Man City komst yfir snemma leiks með marki frá Phil Foden en VAR dæmdi markið af þar sem Foden var í augljósri rangstöðu þegar atvikið var skoðað.

Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim síðari kom Gabriel Jesus City yfir á 51. mínútu. Ilkay Gundogan lagði boltann á Jesus sem skaut á markið. Jordan Pickford var í boltanum en náði þó ekki að koma í veg fyrir mark.

VAR skoðaði mögulega rangstöðu en dæmdi það hins vegar löglegt. Jesus bætti við öðru marki sjö mínútum síðar og þá var hann grátlega nálægt þrennunni stuttu síðar en skot hans fór í stöng.

Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton eftir stoðsendingu frá Theo Walcott en lengra komst Everton ekki og 2-1 sigur City staðreynd. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en var skipt af velli á 67. mínútu.

Norwich og Crystal Palace gerðu þá 1-1 jafntefli. Todd Cantwell gerði sjötta mark sitt á tímabilinu. Jordan Ayew virtist hafa jafnað metin undir lokin eftir sendingu frá Wilfried Zaha en Ayew var rangstæður og markið dæmt ógilt. Connor Wickham sá þó til þess að Palace fengi stig úr leiknum með marki á 85. mínútu. Markið var dæmt af í fyrstu en VAR gaf markið eftir að hafa skoðað endursýninguna. Lokatölur 1-1.

David Moyes fer þá vel af stað með West Ham. Lið hans vann góðan 4-0 sigur á Bournemouth. Mark Noble kom liðinu yfir áður en Sebastian Haller bætti við öðru. Noble gerði svo þriðja markið úr vítaspyrnu áður en Felipe Anderson skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu og gerði út um leikinn.

Aaron Cresswell fékk að líta rauða spjaldið undir lokin fyrir tæklingu á Ryan Fraser. Það var þó dregið til baka eftir að VAR fór yfir atvikið og var gult spjald niðurstaðan. Góður 4-0 sigur West Ham og liðið í 16. sæti með 22 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester City 2 - 1 Everton
1-0 Gabriel Jesus ('51 )
2-0 Gabriel Jesus ('58 )
2-1 Richarlison ('71 )

Norwich 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Todd Cantwell ('4 )

West Ham 4 - 0 Bournemouth
1-0 Mark Noble ('17 )
2-0 Sebastian Haller ('26 )
3-0 Mark Noble ('35 , víti)
4-0 Felipe Anderson ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner