Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nico Gaitan frítt til Lille (Staðfest)
Gaitan í leik með Chicago Fire.
Gaitan í leik með Chicago Fire.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille tókst að krækja sér í argentínska landsliðsmanninn Nicolas Gaitan á frjálsri sölu í gærkvöldi.

Gaitan er 31 árs kantmaður sem gerði garðinn frægan með Benfica og argentínska landsliðinu á byrjun síðasta áratugar.

Gaitan var keyptur til Atletico Madrid fyrir 25 milljónir evra sumarið 2016 en stóðst ekki væntingar og var seldur áfram til Kína ári síðar. Í fyrra lék kantmaðurinn svo fyrir Chicago Fire í MLS deildinni en rann út af samningi um áramótin.

Lille er með öflugt lið og er í harðri Evrópubaráttu í frönsku deildinni, þrátt fyrir að hafa tapað síðustu þremur leikjum í röð.

Gaitan er ekki eini leikmaðurinn sem gekk í raðir Lille í gær því félagið krækti einnig í kamerúnska miðjumanninn Jean Onana, 20 ára, auk þess að gera nýjan samning við brasilíska varnarmanninn Gabriel Magalhaes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner