Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Keane og Allan bekkjaðir - Leicester með varalið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru tveir spennandi leikir að hefjast í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.


Everton er í bullandi fallhættu og tekur á móti sterku liði Chelsea sem situr í þriðja sæti. Frank Lampard gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði grannaslagnum gegn Liverpool í síðustu umferð.

Mason Holgate kemur inn í vörnina og Fabian Delph á miðjuna. Michael Keane og Allan detta niður á bekkinn.

Fyrrum vinnuveitendur Lampard í Chelsea mæta til leiks með nánast sama lið og fór á Old Trafford um síðustu helgi. Eina breytingin er að N'Golo Kante dettur úr hópnum og Ruben Loftus-Cheek tekur sæti hans í byrjunarliðinu.

Everton: Pickford, Holgate, Mina, Mykolenko, Coleman, Delph, Doucoure, Gray, Iwobi, Gordon, Richarlison.
Varamenn: Begovic, Kenny, Keane, Allan, Calvert-Lewin, Davies, Branthwaite, Rondon, Alli. 

Chelsea: Mendy, Rudiger, Alonso, Silva, Azpilicueta, James, Jorginho, Loftus-Cheek, Mount, Havertz, Werner.
Varamenn: Kepa, Kovacic, Lukaku, Pulisic, Chalobah, Niguez, Ziyech, Kenedy, Sarr. 

Tottenham tekur þá á móti Leicester og þarf sigur til að klifra yfir Arsenal í baráttunni um 4. sætið.

Antonio Conte gerir eina breytingu eftir markalaust jafntefli gegn Brentford þar sem Lucas Moura tekur stöðu Dejan Kulusevski í byrjunarliðinu.

Brendan Rodgers breytir öllu liðinu eftir 1-1 jafntefli við Roma í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í vikunni. Leicester siglir lygnan sjó í úrvalsdeildinni og teflir því fram hálfgerðu varaliði þar.

Patson Daka og Kelechi Iheanacho leiða sóknarlínuna ásamt Ayoze Perez og eru menn á borð við Youri Tielemans, James Maddison og Jamie Vardy hvíldir.

Kasper Schmeichel, Marc Albrighton og Timothy Castagne eru þeir einu sem halda byrjunarliðssætinu á milli keppna.

Tottenham: Lloris, Romero, Hojbjerg, Son, Kane, Royal, Dier, Sessegnon, Moura, Bentancur, Davies.
Varamenn: Gollini, Sanchez, Winks, Rodon, Kulusevski, Bergwijn, White, Scarlett, Craig.

Leicester: Schmeichel, Soyuncu, Albrighton, Iheanacho, Perez, Amartey, Mendy, Castagne, Daka, Thomas, Soumare.
Varamenn: Ward, Justin, Fofana, Barnes, Tielemans, Vardy, Choudhury, Lookman, Brunt.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner