Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 01. maí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Óttar Magnús brenndi af - Íslendingar á bekkjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fóru þrír leikir fram hjá Íslendingaliðum í Bandaríkjunum í nótt en aðeins einn Íslendingur fékk að spreyta sig.


Óttar Magnús Karlsson var í byrjunarliði Oakland Roots og klúðraði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.

Gestirnir frá Colorado Springs refsuðu Óttari og félögum með þremur mörkum í síðari hálfleik og urðu lokatölur 0-3.

Oakland er aðeins með sjö stig eftir níu umferðir. Colorado er 'a toppi bandarísku B-deildarinnar.

Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Montreal sem hafði betur gegn Atlanta í nótt í efstu deild, MLS.

Arnór Ingvi Traustason sat þá sem fastast á bekknum hjá New England Revolution sem vann 2-0 gegn Inter Miami í nótt.

Montreal er búið að vinna 4 af síðustu 5 leikjum sínum og er komið með 14 stig eftir 9 umferðir. New England er með 10 stig.

Oakland Roots 0 - 3 Colorado Springs

CF Montreal 2 - 1 Atlanta Utd

New England Revolution 2 - 0 Inter Miami

Í spænsku C-deildinni horfði Andri Lucas Guðjohnsen á liðsfélagana rúlla yfir Cornella í baráttunni um umspilssæti.

B-lið Real Madrid er tveimur stigum frá umspilssæti þegar fjórar umferðir eru eftir. B-lið Barcelona situr í síðasta umspilssætinu.

Í ungverska boltanum gerði Honved þá jafntefli við Kisvarda. Viðar Ari Jónsson var ónotaður varamaður eins og hann hefur verið undanfarnar vikur.

Honved er sjö stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir en liðin í fallsvæðinu eiga leik til góða.

Að lokum var Daníel Leó Grétarsson ekki með í jafnteflisleik Slask Wroclaw gegn Jagiellonia.

Slask Wroclaw er í harðri fallbaráttu þegar þrjár umferðir eru eftir af pólska deildartímabilinu.

Real Madrid B 5 - 0 Cornella

Honved 1 - 1 Kisvarda

Jagiellonia 1 - 1 Slask Wroclaw


Athugasemdir
banner
banner