Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. maí 2022 15:49
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Hlín gerði sigurmarkið í Stokkhólmi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå og gerði eina mark leiksins í góðum sigri á útivelli gegn Brommapojkarna.


Liðin mættust í efstu deild sænska boltans og er nokkuð um Íslendinga þar. Piteå er í öðru sæti deildarinnar, með 13 stig eftir 6 umferðir.

Amanda Andradóttir var þá í byrjunarliði Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tapi gegn Djurgården.

Emelía Óskarsdóttir, fædd 2006, var ónotaður varamaður og þá kom Delaney Baie Pridham, fyrrum sóknarmaður ÍBV, inn af bekknum.

Kristianstad er með átta stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék þá allan leikinn í 1-0 tapi Kalmar gegn Eskilstuna á meðan Agla María Albertsdóttir fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í markalausu jafntefli Häcken á útivelli gegn Vittsjö

Hacken er í þriðja sæti með tólf stig, einu stigi eftir Piteå, á meðan Kalmar er með sex stig.

Brommapojkarna 0 - 1 Piteå
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('40)

Djurgården 1 - 0 Kristianstad
1-0 S. Johansson ('42)

Eskilstuna 1 - 0 Kalmar
1-0 E. Rombing ('67)

Vittsjö 0 - 0 Häcken


Athugasemdir
banner
banner
banner