Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júní 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta svarar Tebas: Staðráðinn í að skemma fyrir Barca
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Joan Laporta forseti Barcelona er ekki sáttur með ummæli sem Javier Tebas forseti La Liga lét falla í gær.


Barcelona er að reyna að fá Robert Lewandowski frá FC Bayern og var Tebas spurður út í félagaskiptin. Hann svaraði því að Barcelona hefði ekki efni á Lewandowski án þess að selja leikmann fyrst og bætti því við að forðabúr Börsunga væri tómt á meðan það væri fullt hjá Real Madrid.

„Ég vil biðja Tebas um að halda aftur af sér þegar kemur að því að tjá sig um möguleg félagaskipti Barca," sagði Laporta.

„Ef Tebas er að gera þetta viljandi þá er það óásættanlegt fyrir okkur, en ef hann er að gera þetta óviljandi þá er hann bara alltof málglaður og finnst gaman að skera sig úr fjöldanum.

„Miðað við ummælin þá virðist hann vera staðráðinn í því að skemma fyrir hagsmunum Barca."

Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Tebas við svari Laporta en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa tekist á í fjölmiðlum.

Sjá einnig:
Tebas: Barcelona hefur ekki efni á Lewandowski


Athugasemdir
banner