Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi talar um að ÍBV gat farið tvær leiðir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV gerði góða ferð til Akureyrar í gær er liðið vann 1-0 sigur á heimamönnum í Þór. Liðið lék síðast fótboltaleik er liðið vann Kórdrengi þann 14 ágúst og var í 10 daga sóttkví.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

Helgi sagði í viðtali eftir leikinn að liðið hafi reynt að gera sem best úr stöðunni.

„Undirbúningurinn er eðlilega ekki búinn að vera neitt frábær en við erum búnir að reyna gera sem best úr stöðunni og reynt að horfa jákvætt á þetta. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og þetta var bara spurning um að sýna þann karakter sem við höfum verið með í allt sumar og við gerðum það. Þórsararnir búnir að vera í meiri leikæfingu og við lítið geta æft saman. Liðsheildin skilaði þessum sigri."

Sóttkví setti strik í reikninginn en liðið tók þá ákvörðun að hugsa jákvætt og unnu karakter sigur í gær.

„Auðvitað er þetta búið að setja smá strik í reikninginn. Það er erfitt að vera í 10 daga í einangrun með 9 leikmenn og allt þjálfarateymið en við gátum farið tvær leiðir, hugsað jákvætt eða neikvætt, við tókum fyrri leiðina, að hugsa jákvætt og það er það sem gerir það að verkum að við séum að taka þessi þrjú stig og það gerist ekki nema það sé góð stemning í liðinu og hún er svo sannarlega til staðar, eins og ég segi enn og aftur, frábær karaktersigur."

ÍBV á fimm leiki eftir í deildinni og er í hörku baráttu við Kórdrengi um sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Helgi hefur mikla trú á liðinu fyrir endasprettinn.

„Mér líst bara vel á framhaldið. Þetta hjálpar okkur mikið og nú erum við komnir inn í þetta en við vitum það líka að við erum að spila sex leiki á 18 dögum og þetta verður þétt prógram en við erum með hóp til þess að klára það og við ætlum okkur að klára það en við þurfum að hafa fyrir því í hverjum einasta leik."

„Það er stuttur tími það er leikur strax á föstudaginn, erfiður útileikur við Selfoss, við erum í mikilli útileikja hrinu, þetta er þriðji og förum síðan í fjórða útileikinn í röð næst. Þetta reynir á liðið en ég kvíði ekki framhaldinu ef liðið er á sömu braut og það hefur verið undanfarið."
Helgi Sig: Leikmennirnir leggja líf og sál í þetta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner